Enski boltinn

Cole og Woodgate á leið til Stoke

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carlton Cole fagnar marki í leik með West Ham
Carlton Cole fagnar marki í leik með West Ham Nordic Photos/AFP
Peter Coates stjórnarformaður Stoke segir að félagið eigi í viðræðum við ensku landsliðsmennina Carlton Cole og Jonathan Woodgate. Þetta kom fram í spjalli Coates við enska fjölmiðilinn Talksport.

Carlton Cole hefur verið orðaður við Stoke síðan West Ham féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Jonathan Woodgate er hins vegar samningslaus en varnarmaðurinn hefur átt í miklum meiðslavandræðum undanfarin ár. Talið er að Stoke hafi boðið Woodgate samning þar sem hann fær greitt fyrir þá leiki sem hann spilar.

„Félagið hefur áhuga á Cole og Tony Pulis hefur haft augastað á honum í langan tíma. Við teljum hann vera mjög góðan leikmann,“ sagði Coates.

Varðandi Woodgate sagði Coates:

„Það mál er í vinnslu en við erum að taka áhættu. Vonandi kemur eitthvað út úr því,“ sagði Coates.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×