Enski boltinn

Essien meiðist enn á ný á hné

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michael Essien er lykilmaður í liði Chelsea
Michael Essien er lykilmaður í liði Chelsea Nordic Photos/AFP
Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku.

Forráðamenn Chelsea hafa staðfest að Essien hafi meiðst en vilja ekkert gefa upp hversu alvarleg meiðslin eru.

Michael Essien meiddist á hægra hné á æfingu félagins í vikunni. Hann mun fara í rannsóknir á næstu dögum svo hægt verði að leggja mat á meiðslin. Við munum ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir.

Essien hefur átt í miklum meiðslavandræðum undanfarin ár. Hnémeiðsli sem hann hlaut í september 2008 héldu honum frá keppni í sjö mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×