Enski boltinn

Eiður orðaður við Swansea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Á heimasíðu Talksport segir að Eiður Smári verði mikilvæg viðbót við lið Swansea, stórt nafn sem gefi til kynna að félagið ætli sér stóra hluti. Þjálfari Swansea er Brendon Rogers sem var í þjálfarateymi Chelsea á þeim tíma sem Eiður Smári spilaði með félaginu.

Rogers reyndi að fá Eið Smára á láni frá Stoke í vetur en án árangurs.

Hvorki hefur náðst í Eið Smára né Arnór Guðjohnsen föður hans og umboðsmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×