Enski boltinn

Smalling fékk nýjan fimm ára samning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Chris Smalling sannaði það síðasta vetur að hann er klár í slaginn með Man. Utd og félagið hefur nú verðlaunað hann með nýjum fimm ára samningi.

Fáir áttu von á því að Smalling myndi spila mikið með liðinu síðasta vetur en vegna meiðsla varð hann að spila talsvert mikið og stóð sig með miklum sóma.

Miðvörðurinn er 21 árs gamall og greinilega framtíðarmaður í huga stjórans, Sir Alex Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×