Enski boltinn

Eriksson skoðar Hargreaves

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hargreaves á góðri stund.
Hargreaves á góðri stund.
Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann sé að íhuga að gera samning við miðjumanninn Owen Hargreaves sem Man. Utd lét róa í sumar. Hargreaves hefur gert ýmislegt til að sanna að hann sé í formi og meðal annars nýtt sér Youtube til að auglýsa sig.

Það var einmitt Eriksson sem gaf Hargreaves sitt fyrsta tækifæri með enska landsliðinu árið 2001.

"Ég sá myndböndin hans a´Youtube og ef hann vill koma hingað skal ég opna dyrnar fyrir hann," sagði Svíinn.

"Strákurinn hefur verið mjög óheppinn á síðustu árum en ef hann er í formi og meiðslalaus er hann frábær leikmaður. Ég hef ekki talað við hann lengi en kannski ætti ég að gera það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×