Enski boltinn

Liverpool gæti flutt frá Anfield

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John W. Henry
John W. Henry
Eigandi Liverpool, Bandaríkjamaðurinn John W. Henry, segir að félagið gæti neyðst til þess að flytja frá heimavelli sínum, Anfield. Hann vill vera áfram á Anfield en segir að félaginu gæti reynst sá kostur nauðugur að færa sig um set.

"Anfield er okkar fyrsti kostur en raunveruleikinn gæti neytt okkur til þess að flytja," sagði Henry við stuðningsmann á Twitter.

Áætlunin um að flytja á Stanley Park er því líkast til enn líklegasti kosturinn fyrir Liverpool. Hermt er að það sé of kostnaðarsamt að leggjast í stórtækar endurbætur á Anfield.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×