Enski boltinn

Liverpool ætlar líka að selja leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Charlie Adam.
Charlie Adam.
Liverpool gekk í gær frá kaupum á Charlie Adam frá Blackpool. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar en áður hafði félagið keypt Jordan Henderson.

Markvörðurinn Alexander Doni er einnig á leiðinni og svo er Liverpool að reyna að kaupa Stewart Downing frá Aston Villa.

Nú er Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, til í að selja leikmenn. Þeir sem líklega verða seldir eru Milan Jovanovic, Paul Konchesky og Joe Cole.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×