Enski boltinn

O´Shea fór líka til Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John O´Shea.
John O´Shea.
Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp.

Það hefur legið í loftinu að báðir leikmenn myndu fara en Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætlar að hrista aðeins upp í hópnum í sumar.

O´Shea hefur verið allan sinn feril hjá Man. Utd eða í 13 ár. O´Shea er þrítugur og lék 255 leiki fyrir United.

Brown hefur verið hjá Man. Utd síðan 1998 og spilaði 361 leik fyrir félagið. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning þó svo hann sé orðinn 31 árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×