Erlent

Útgáfu News of the World hætt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útgáfu vikublaðsins News of the World verður hætt. Þetta hefur Sky fréttastöðin eftir James Murdoch, syni Ruperts Murdoc eiganda blaðsins. Síðasta tölublað kemur út á sunnudaginn.

Blaðið hefur átt undir högg að sækja eftir að fréttir bárust af því að menn á vegum blaðsins hefðu hlerað síma einstaklinga. Meðal annars var þar um að ræða brotaþola í áberandi sakamálum og fræga listamenn.

News of the World er eitt stærsta blaðið í Bretlandi og var stofnað árið 1843.

Auk þess að vera sonur Ruperts Murdoch er James einnig stjórnarformaður og forstjóri Evrópu- og Asíuhluta News Corporation, fjölmiðlaveldis föður síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×