Enski boltinn

Wes Brown til Sunderland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wes Brown var traustur þegn Sir Alex Ferguson
Wes Brown var traustur þegn Sir Alex Ferguson Nordic Photos/AFP
Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Brown sem er 31 árs spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United árið 1998 og spilaði 361 leik fyrir félagið. Auk þess hefur hann spilað 23 landsleiki fyrir England.

„Hann hefur staðið sig frábærlega í gegnum árin hjá Manchester United og verið fyrirmyndar atvinnumaður. Hann styrkir okkur ekki aðeins í vörninni heldur hefur hann hugarfar sigurvegarans og þroska sem á eftir að hjálpa liðsfélögum hans hjá Sunderland," sagði Steve Bruce.

Athygli vekur að Brown skrifar undir fjögurra ára samning enda er hann 31 árs gamall. Þá hefur hann glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×