Enski boltinn

Brown og O'Shea í læknisskoðun hjá Sunderland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
O'Shea og Brown virðast kunna vel við sig í rauðum og hvítum treyjum
O'Shea og Brown virðast kunna vel við sig í rauðum og hvítum treyjum Nordic Photos
Allt útlit er fyrir að John O'Shea varnarmaður Manchester United sé á leiðinni til Sunderland. Írinn hélt áleiðis til Sunderland í gær en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag. Wes Brown liðsfélagi O'Shea hjá United fór í læknisskoðun hjá Sunderland í gærkvöldi.

Steve Bruce knattspyrnustjóri Sunderland hefur haft augastað á leikmönnunum auk Darron Gibson miðjumanns United. Englandsmeistararnir samþykktu 12 milljóna punda boð eða sem svarar rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna í leikmennina þrjá fyrir nokkrum vikum. Einhver vandræði virðast þó hafa komið upp með félagaskipti Gibson. Hann hafði þó líst yfir áhuga sínum að semja við Sunderland.

Gangi félagaskipti Brown og O'Shea í gegn hefur leikmönnum Sunderland fjölgað um átta á skömmum tíma. Ahmed Elmohamady, Connor Wickham, Craig Gardner, Ji Dong-won voru keyptir til félagsins auk þess sem Keiren Westwood og Sebastian Larsson komu á frjálsri sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×