Enski boltinn

Arsenal hafnar 20 milljóna punda boði United í Nasri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allt útlit er fyrir að Arsenal verði án Fabregas og Nasri á næstu leiktíð
Allt útlit er fyrir að Arsenal verði án Fabregas og Nasri á næstu leiktíð Nordic Photos/AFP
Arsenal hefur hafnað 20 milljóna punda boði eða sem svarar um þremur og hálfum milljarði íslenskra króna Manchester United í franska miðjumanninn Samir Nasri. Arsenal vill fá 25 milljónir punda fyrir Nasri.

Guardian greinir frá því að United hafi lagt tilboðið fram fyrir tveimur vikum. Forsvarsmenn ensku meistaranna þurfa að ákveða hvort Nasri sé peninganna virði. United hefur þegar varið 50 milljónum punda eða sem svarar rúmum níu milljörðum íslenskra króna í nýja leikmenn. Phil Jones, David de Gea og Ashley Young eru nýju andlitin hjá rauðu djöflunum.

Talið er líklegt að tilboð United í Nasri opni á tilboð úr öðrum áttum. Manchester City, Inter og Chelsea hafa öll verið orðuð við franska landsliðsmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×