Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s 6. júlí 2011 14:33 Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%. Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%.
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira