Enski boltinn

Charlie Adam á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Charlie Adam fagnar glæsilegu marki sínu á Old Trafford í maí
Charlie Adam fagnar glæsilegu marki sínu á Old Trafford í maí Nordic Photos/AFP
Skoski miðvallarleikmaðurinn Charlie Adam er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Á heimasíðu Liverpool kemur fram að leikmaðurinn sé á leiðinni til Bítlaborgarinnar þar sem hann mun semja um persónuleg kjör og gangast undir læknisskoðun.

Adam fór á kostum með Blackpool í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var valinn besti leikmaður hennar af kollegum sínum í deildinni. Hann verður 26 ára síðar á árinu og hefur spilað ellefu landsleiki fyrir Skotland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×