Enski boltinn

Savic til City - Arsenal vildi hann ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Savic í baráttu við Marouane Chamakh á síðustu leiktíð
Savic í baráttu við Marouane Chamakh á síðustu leiktíð Nordic Photos/AFP
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City heldur áfram að styrkja varnarlínu liðsins. Stefan Savic, tvítugur Svartfellingur, hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann reyndi fyrir sér hjá Arsenal á síðasta ári en Arsene Wenger sá ekki ástæðu til þess að bjóða honum samning.

„Ég horfi reglulega á ensku úrvalsdeildina og ég veit að þetta er áhugaverðasta deildin þannig að nú vil ég aðstoða félagið við að ná árangri. Leikvangurinn er stórkostlegur og ég hef séð í sjónvarpinu hversu ástríðufullir stuðningsmennirnir eru,“ sagði Savic í viðtali við heimasíðu City.

Savic sem hefur spilað sex landsleiki fyrir Svartfjallaland hefur fengið atvinnuleyfi og því klár í slaginn.

Fyrr í mánuðinum gekk City frá kaupum á vinstri bakverðinum Gael Clichy frá Arsenal auk þess sem franski landsliðsmaðurinn Samir Nasri er sterklega orðaður við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×