Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri beið lægri hlut 20-12 gegn Hollendingum á Opna Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Gautaborg. Íslenska liðið leiddi í hálfleik 9-7.
Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins á mótinu en liðið vann báða leiki sína í gær. Í fyrri leik dagsins vannst dramatískur 20-19 sigur á Rússum. Í þeim síðari voru Finnar teknir í kennslustund 28-15.
Úrslitin koma nokkuð á óvart eftir frábæra byrjun íslensku strákanna á mótinu. Hollendingar töpuðu sínum fyrsta leik í gær gegn Belgum 17-12. Íslenska liðið mætir Belgum í lokaleik sínum í riðlinum í fyrramálið klukkan sjö að íslenskum tíma.
U19 landslið Íslands steinlá gegn Hollandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn