Williams liðið samdi við Renault um samstarf 2012 og 2013 4. júlí 2011 17:27 Jacques Villeneuve, Rubens Barrichello, Nigel Mansell, Pastor Maldonado og Bernard Rey ásamt Frank Williams á kynnningu Williams og Renault á samstarfi aðilanna. Andrew Ferraro/LAT Photographic Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone. Williams og Renault sömdu um samstarf til tveggja ára, 2012 og 2013 en líkur eru leiddar að áframhaldandi samstarfi 2014 í fréttatilkynningu Williams liðsins um málið, þegar V6 vélar verða notaðar. Frá árinu 1989 til 1997 vann Williams fjóra meistaratitila ökumanna og fjóra titla bílasmiða með Renault vélar um borð í bílum sínum. Meðal ökumanna á þessum tíma voru Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jaques Villeneuve. „Við erum hæstánægðir með nýtt samstarf við Renault. Þetta sameinar liðið með leiðandi bílaframleiðanda og styður nýtt samstarf okkar við Jaguar. Á sama tíma erum við þakklátir Cosworth, sem hafa verið sanngjarnir og áreiðanlegir samstarfsaðilar, innan og utan brautar síðustu tvö ár", sagði Frank Williams og gat þess að eitthvað samstarf yrði við Cosworth á öðrum sviðum hjá Williams. „Fyrri samskipti okkar við Renault voru meðal þeirra farsælustu í sögu Williams, en við dveljum ekki mikið við söguna. Við höfum til framtíðar og endurbyggjum orðstír okkar á brautinni", sagði Williams. Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone. Williams og Renault sömdu um samstarf til tveggja ára, 2012 og 2013 en líkur eru leiddar að áframhaldandi samstarfi 2014 í fréttatilkynningu Williams liðsins um málið, þegar V6 vélar verða notaðar. Frá árinu 1989 til 1997 vann Williams fjóra meistaratitila ökumanna og fjóra titla bílasmiða með Renault vélar um borð í bílum sínum. Meðal ökumanna á þessum tíma voru Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jaques Villeneuve. „Við erum hæstánægðir með nýtt samstarf við Renault. Þetta sameinar liðið með leiðandi bílaframleiðanda og styður nýtt samstarf okkar við Jaguar. Á sama tíma erum við þakklátir Cosworth, sem hafa verið sanngjarnir og áreiðanlegir samstarfsaðilar, innan og utan brautar síðustu tvö ár", sagði Frank Williams og gat þess að eitthvað samstarf yrði við Cosworth á öðrum sviðum hjá Williams. „Fyrri samskipti okkar við Renault voru meðal þeirra farsælustu í sögu Williams, en við dveljum ekki mikið við söguna. Við höfum til framtíðar og endurbyggjum orðstír okkar á brautinni", sagði Williams.
Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira