Enski boltinn

Carroll ætlar sér að vera í toppformi fyrir fyrsta leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andy Carrol í leik með enska landsliðinu. Mynd./ AFP
Andy Carrol í leik með enska landsliðinu. Mynd./ AFP
Andy Carroll, leikmaður Liverpool, mun æfa stíft á undirbúningstímabilinu og koma sér í eins gott form og hann getur fyrir fyrsta leik félagsins í ensku úrvalsdeildinni í ágúst.

Leikmaðurinn kom til æfinga í síðustu viku, fyrr en aðrir leikmenn, og starfsfólk Kenny Dalglish, knattspyrnustjóra félagsins, ætla að koma Carroll í topp form í fyrsta skipti á þessu ári, en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli á læri.

Dr. Peter Brukner, yfirmaður læknateymis Liverpool, mun leggja mikla áherslu á að koma þessum 22 ára sóknarmanni aftur á völlinn, en hann meiddist eftir aðeins fimm mánaða dvöl hjá Liverpool á síðasta tímabili og komst aldrei almennilega á skrið.

Carrol hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir lífstíl sinn að undanförnu en honum þykir ekki

leiðinlegt að fara út að skemmta sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×