Enski boltinn

Galatasaray ætlar að ná í Arshavin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tyrkneska knattspyrnuliðið, Galatasaray, ætla sér að bjóða í Andrey Arshavin, leikmann Arsenal, en boðið ku vera upp á 13,5 milljónir punda.

Arsene Wenger ætlar sér að fríska upp á sóknarleik Arsenal og þá mun ekki vera mikið pláss fyrir Arshavin sem er 30 ára.

Arshavin kom frá Zenit St. Petersburg árið 2009 fyrir stóra upphæð en samningur hans við Arsenal rennur út á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×