Enski boltinn

Tevez fær ekki að fara frá Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez og Mancini.
Tevez og Mancini.
Ekkert varð af því að Man. City og Inter næðu að skipta á þeim Carlos Tevez og Samuel Eto´o. Þar sem skiptin gengu ekki upp ætlar City að halda Carlos Tevez þó svo hann vilji fara frá félaginu.

Tevez hefur þegar sent inn félagaskiptabeiðni til stjórnar félagsins og var hermt að hann vildi komast til Ítalíu, Spánar eða heim til Suður-Ameríku.

City tekur eðlilega ekki í mál að sleppa Tevez nema fá eitthvað gott í staðinn og þess vegna var möguleikinn a að fá Eto´o skoðaður.

Inter vill þó ekki sleppa Kamerúnanum og þar með hefur Roberto Mancini, stjóri City, ákveðið að halda honum.

"Tevez fer hvergi. Hann er frábær leikmaður. Við ræddum við Inter um að fá Eto´o í skiptum en Inter vildi ekki selja," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×