Enski boltinn

Crouch búinn að gifta sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiginkona Crouch er glæsileg.
Eiginkona Crouch er glæsileg.
Þrátt fyrir erfiðleika í sambandinu síðustu mánuði eru Peter Crouch og Abbey Clancy búin að gifta sig. Eins og búist mátti við gerðu þau það með stæl.

Um 200 vinir og ættingjar hjónanna mættu í brúðkaupið. Þau leigðu heilt hótel fyrir gestina þar sem allir skemmtu sér konunglega. Gistingin var þó ekki ókeypis enda kostar nóttin á hótelinu um 125 þúsund krónur.

Hjónakornin stóðust freistinguna að selja fjölmiðli aðgang að brúðkaupinu en fræga fólkið getur venjulega grætt vel á því.

Crouch og Clancy hafa verið saman í sex ár og eignuðust sitt fyrsta barn í mars síðastliðnum.

Sambandið var í talsverðri hættu á síðasta ári þegar hermt var að Crouch hefði sængað hjá vændiskonu er hann var að steggja vin sinn í Madrid. Það var ekki í fyrsta skipti sem hann var sakaður um að halda fram hjá Clancy.

Hjónin voru í miklu stuði eftir brúðkaupið og stilltu sér upp í myndatökur fyrir þá ljósmyndara sem voru mættir.

Sjá má þær myndir hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×