Enski boltinn

Dalglish orðinn doktor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dr. Kenny Dalglish
Dr. Kenny Dalglish
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, fékk í dag heiðursnafnbót frá háskólanum í Ulster fyrir vinnu sína í fótboltanum og einnig fyrir góðgerðarstarfsemi. Dalglish er því orðinn Dr. Dalglish.

Dalglish og eiginkona hans, Marina, hafa í áraraðir látið gott af sér leiða og safnað fé fyrir krabbameinssamtök.

Fyrir þeirra tilstilli hafa verið opnaðar meðferðarstofnanir víða.

Eins og sjá má á myndinni er Dr. Dalglish hæstánægður með nafnbótina og tekur sig vel út í gallanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×