Enski boltinn

Man. Utd ætlar líka að bjóða í Nasri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nasri fagnar.
Nasri fagnar.
Manchester City fær ekki Samir Nasri frá Arsenal án baráttu. Man. Utd er sagt vera að undirbúa tilboð í leikmanninn upp á 20 milljónir punda.

Nasri hefur verið orðaður við United í talsverðan tíma en vitað er að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur lítinn áhuga á því að selja einn af lykilmönnum sínum til erkifjendanna.

Nasri á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið.

Arsenal hefur boðið honum 90 þúsund pund í vikulaun fyrir fimm ára samning. United er sagt vera til í að bjóða honum 110 þúsund pund í vikulaun en City býður langbest eða 180 þúsund pund á viku.

Það er því mikil barátta fram undan hjá Arsenal að halda sínum lykilmönnum en Barcelona er einnig að reyna að kaupa Cesc Fabregas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×