Enski boltinn

PSG býður í Taarabt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Taarabt, fyrir miðju, í leik með marokkóska landsliðinu.
Taarabt, fyrir miðju, í leik með marokkóska landsliðinu.
Samkvæmt hemildum Sky-fréttastofunnar er franska félagið PSG búið að bjóða 13,5 milljónir punda í Adel Taarabt, leikmann QPR.

Marokkómaðurinn fór á kostum með QPR á síðustu leiktíð og skoraði 19 mörk í 44 leikjum fyrir félagið sem komst upp í úrvalsdeildina.

Frammistaða Taarabt fór ekki fram hjá stóru liðunum  og heyrst hafði áður af áhuga Chelsea og Arsenal.

Fyrsta formlega tilboðið er aftur á móti komið frá PSG. Ekki er vitað hvort PSG hafi nokkurn áhuga á að selja enda bíður liðsins erfiður slagur í efstu deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×