Enski boltinn

Gervinho staðfestir að hann sé á förum til Arsenal

Framherjinn Gervinho hjá franska liðinu Lille segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður hann skrifi undir samning við enska liðið Arsenal.
Framherjinn Gervinho hjá franska liðinu Lille segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður hann skrifi undir samning við enska liðið Arsenal. AFP
Framherjinn Gervinho hjá franska liðinu Lille segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður hann skrifi undir samning við enska liðið Arsenal. Gervinho er 24 ára gamall og landsliðsmaður frá Fílabeinsströndinni.  Hann varð franskur meistari og bikarmeistari með Lille á síðustu leiktíð en Tottenham hafði einnig áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

Í samtali við tímaritið France Football segir framherjinn að hann hafi valið Arsenal þar sem leikmannakjarninn sé ungur og hann eigi möguleika á að þroskast mikið sem leikmaður á næstu árum. „Í fótbolta þarf að taka áhættu til þess að vinna og ég ætla í Arsenal til þess að vinna titla,“  sagði Gervinho m.a. í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×