Tónlist

Í fíling við flygilinn

„Á tónleikunum ætlum við að spila lög af nýútkominni plötu okkar, sem heitir einfaldlega Mood. Svo spilum við meira fjör fram eftir eins og á við á sólríkum föstudegi í byrjun júlí. Svona einhvern stuðblús," segir Bergþór Smári tónlistarmaður sem gaf nýverið út fyrstu plötuna sína sem ber heitið Mood.

„Þetta er myndband við lagið No Sense, sem er smáskífa númer tvö af plötunni. Sú fyrsta var Warm & Strong," segir Beggi.

„Þetta er eiginlega bara tekið upp í fíling við flygilinn. Ég viðurkenni að ég er ekki eins sterkur á þetta yndislega hljóðfæri og Víkingur frændi minn. Gítarinn er mitt hljóðfæri en ég nota oft píanóið til að semja músík, eins og ég gerði með þetta lag. Þetta er píanólag sem mér þykir mjög vænt um," segir hann.

Beggi Smári heldur tónleika á Rosenberg í kvöld, föstudag klukkan 22:00 og á Blúshátíð Ólafsfjarðar á laugardagskvöldið.

Facebook síða Begga Smára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×