Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur 19. júlí 2011 15:15 Mynd úr safni Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira