Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að færa Rooney á miðjuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður aldrei annar Scholesy segir Ferguson.
Það verður aldrei annar Scholesy segir Ferguson.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir það ekki koma til greina að færa Wayne Rooney á miðjuna til þess að fylla skarðið sem Paul Scholes skilur eftir sig. Ferguson segir að leikmennirnir séu einfaldlega of ólíkir.

Ferguson hefur ekki tekist að kaupa mann í stað Scholes en United hefur verið orðað við bæði Samir Nasri og Wesley Sneijder.

Scholes er á meðal þeirra sem hafa nefnt þann möguleika að Rooney spili á miðjunni.

"Scholesy er fullrausnarlegur með þeirri yfirlýsingu. Hann er líka að vanmeta sjálfan sig. Það getur enginn spilað á miðjunni eins og hann. Ekki heldur Rooney enda eru þeir mjög ólíkir leikmenn," sagði Ferguson.

"Það er ekki hægt að skipta út manni eins og Scholesy. Hann var einstakur leikmaður. Vonandi fáum við einhvern álíka öflugan en það verður aldrei hægt að fá annan mann eins og Scholes."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×