Erlent

Vill árásir á vestræn flugfélög

Óli Tynes skrifar
Það er oft mannmargt í vestrænum flugstöðvum.
Það er oft mannmargt í vestrænum flugstöðvum.
Íranskur klerkur hefur hvatt til árása á skrifstofur bandarískra og evrópskra flugfélaga. Bandaríkin og Evrópusambandið neita að afgreiða eldsneyti til íranskra flugvéla. Það er liður í refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna vegna deilna um kjarnorkuáætlunar Írans.

 

Hosni Shariat-madari sem er fulltrúi Khameinis erkiklerks hefur nú í dagblaðsleiðara hvatt til þess að evrópskum og bandarískum flugfélögum verði kennd lexía sem þau aldrei gleymi. Nokkur evrópsk flugfélög fljúga ennþá til Írans, en ekkert bandarískt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×