Innlent

Dæmt til að greiða fimm milljarða

Hlutafélagið ALMC, sem áður hét Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki, var í dag dæmt til að greiða Stapa lífeyrissjóði rúma fimm milljarða íslenskra króna vegna skuldaskjala sem lífeyrissjóðurinn átti hjá Straumi-Burðarási haustið 2008.

Straumur-Burðarás hélt því fram að kröfur Stapa hefðu fallið niður fyrir vanlýsingu en Stapi taldi kröfurnar hinsvegar í fullu gildi.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að kröfur sem ekki komust að við gjaldþrotaskipti hefðu vaknað til lífs á ný þegar hluthafar tóku aftur við forræði á hagsmunum félagsins og skuldbindingum, þegar nauðasamningur var gerður og gjaldþrotaskiptum hætt.

Stapi þurfti þó að sæta lækkun kröfu sinnar í samræmi við skilmála nauðasamningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×