Enski boltinn

Kínverskt félag til í að tvöfalda laun Park

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ji-Sung Park.
Ji-Sung Park.
Hið moldríka kínverska félag Guangzhou Evergrande ætlar sér að fá Suður-Kóreumanninn Ji-Sung Park frá Man. Utd og hefur nú boðist til að tvöfalda laun leikmannsins. Samningur Park við Man. Utd rennur út næsta sumar.

Guangzhou er nýbúið að semja við Argentínumanninn Dario Conca og samkvæmt heimildum er samningur Argentínumannsins ótrúlegur og gerir hann að þriðja launahæsta knattspyrnumanni heims. Aðeins Messi og Ronaldo fá betur greitt.

Eigendur félagsins er risastórt fasteignafélag sem augljóslega á sér stóra drauma.

Park sjálfur segist ekki hafa í hyggju að yfirgefa Man. Utd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×