Enski boltinn

Stjórnarformaður Arsenal: Höfum ekkert heyrt frá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segist ekkert hafa heyrt í Barcelona síðan félagið hafnaði fyrsta tilboði spænska liðsins í leikmanninn.

Hill-Wood viðurkennir að Arsenal myndi íhuga virkilega gott tilboð í leikmanninn en segist ekki vera viss um hversu mikinn áhuga Barcelona hafi á Fabregas í raun og veru.

"Það eru sögur í spænsku blöðunum en forráðamenn Barcelona eru ekkert að tala við okkur," sagði Hill-Wood.

"Þeir komu með tilboð upp á 26 milljónir punda en það er langt síðan. Við viljum ekki selja leikmanninn en ef það kemur virkilega gott tilboð verðum við að hugsa málið."

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segist

ekkert hafa heyrt í Barcelona síðan félagið hafnaði

fyrsta tilboði spænska liðsins í leikmanninn.

Hill-Wood viðurkennir að Arsenal myndi íhuga

virkilega gott tilboð í leikmanninn en segist ekki

vera viss um hversu mikinn áhuga Barcelona hafi á

Fabregas í raun og veru.

"Það eru sögur í spænsku blöðunum en forráðamenn

Barcelona eru ekkert að tala við okkur," sagði Hill

-Wood.

"Þeir komu með tilboð upp á 26 milljónir punda en

það er langt síðan. Við viljum ekki selja

leikmanninn en ef það kemur virkilega gott tilboð

verðum við að hugsa málið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×