Enski boltinn

Redknapp: Þurfum að sýna metnað okkar í verki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luka Modric vill komast frá Spurs.
Luka Modric vill komast frá Spurs.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er að reyna að byggja upp nýtt stórveldi í enska boltanum en það er ekki auðvelt verk enda mikið reynt að kroppa í hans bestu menn.

Spurs hefur þegar hafnað tveimur tilboðum frá Chelsea í Luka Modric. Félagið hefur einnig hafnað beiðni leikmannsins um að verða seldur.

"Við viljum halda honum því hann er toppleikmaður fyrir okkur. Við þurfum að sýna metnað okkar í verki með því að halda okkar bestu leikmönnum," sagði Redknapp.

"Það myndi veikja okkur mikið að missa hann. Ef bestu mennirnir fara frá okkur þá er ómögulegt að segja hvar við endum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×