Erlent

Fylgi breska Íhaldsflokksins stendur í stað

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska blaðsins The Guardian stendur fylgi Íhaldsflokksins í stað, Verkamannaflokkurinn tapar þremur prósentustigum en Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun.

Í könnuninni styðja 37% Breta Íhaldsflokkun, 36% styðja Verkamannaflokkinn og fylgi Frjálslyndra mælist 16%.

Þá kemur fram að 48% Breta telja að David Cameron forsætisráðherra standi sig illa í starfinu en 43% telja hann standa sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×