Erlent

Netið veldur breytingum á starfsemi heilans

Mikill og góður aðgangur að upplýsingum á netinu hefur breytt heilastarfsemi fólks einkum hvað minnið varðar.

Ný rannsókn leiðir þetta í ljós en niðurstöður hennar hafa verið birtar í vísindatímaritinu Science. Þar kemur fram að netið hefur mikil áhrif á minni fólks það er hvernig það notar minnið.

Þeir sem stóðu að rannsókninni vildu kanna hvernig fólk mundi upplýsingar ef það vissi að þær væru tilgengilegar á netinu. Hátt í tvö hundruð manns tóku þátt í rannsókninni og var þeim skipt í tvo hópa.

Báðum hópunum var til dæmis sagt að skrifa setninguna "Augu strútsins eru stærri en heili hans" á tölvu. Annar hópurinn fékk að vita að setningin yrði geymd á tölvunni en hinn að hún yrði það ekki. Í ljós kom að þeir sem vissu að upplýsingarnar væru geymdar áttu í mun meiri erfiðleikum með að muna þær en viðmiðunarhópurinn.

Niðurstaðan úr rannsókninni var að þeir sem vita að upplýsingar eru til staðar á netinu hafa yfirleitt ekki fyrir því að leggja þær á minnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×