Erlent

Fundað í kjaradeilu flugmanna

Mynd/Pjetur
Fundur í kjaradeilu flugmanna og Icelandair stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara. Óvíst er hvenær honum lýkur. Ef ekki næst samkomulag á fundinum kemur boðað yfirvinnubann flugmanna til framkvæmda klukkan tvö á morgun.

Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins gengu til formlegs sáttafundar í Karphúsinu klukkan þrjú í dag, en árangurslausum fundi þeirra var slitið á föstudag.

Flugmenn felldu naumlega nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag félagið ekki búast við því að yfirvinnubannið hafi nokkur áhrif á ferðir félagsins á morgun. Farþegar eru engu að síður hvattir til að fylgjast vel með áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×