Erlent

Mubarak í dái eða með svima

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands.
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands. Mynd/AP
Hosni Mubarak, sem hrökklaðist frá völdum í Egyptalandi snemma árs, var í gær sagður hafa fengið heilablóðfall og liggja í dái.

Læknir hans bar þessar fregnir til baka, sagði Mubarak hafa fengið blóðþrýstingsfall en sé að ná sér. Hann finni þó til svima. Það var lögmaður Mubaraks, Farid el-Deeb, sem áður hafði tilkynnt að Mubarak væri í dái.

Mubarak hefur verið á sjúkrahúsi síðan í apríl undir eftirliti lögreglu, þar sem hann var handtekinn sakaður um að bera ábyrgð á dauða fjölmargra mótmælenda.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×