Enski boltinn

Vidic: Við hræðumst ekki Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, segir að leikmenn Man. Utd óttist ekki Barcelona þó svo United hafi í tvígang tapað fyrir spænska liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

United hefur gengið afar vel á Englandi og orðið meistari fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

"Ég skil ekki af hverju þið eruð alltaf að spyrja hvernig við ætlum að brúa bilið á milli okkar og Barcelona. Við erum sigursælt lið. Við berum virðingu fyrir Barcelona en við óttumst liðið ekkert sérstaklega. Þeir spiluðu miklu betur en við síðast en við getum betur og eigum að gera betur. Við lærum af þessu og mætum sterkari til leiks næst," sagði Vidic.

Serbinn sagði í sama viðtali að hann reiknaði með því að Man. City yrði enn sterkara í vetur og myndi taka meiri þátt í toppslagnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×