Erlent

97 ára gamall ungverskur nasisti sýknaður

Sandor Kepiro var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi í dag.
Sandor Kepiro var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi í dag. Mynd/AP
Hinn 97 ára gamli Sandor Kepiro var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi í Búdapest í dag, en hann var sakaður um að hafa fyrirskipað aftöku rúmlega 30 gyðinga og Serba í Serbíu árið 1942.

Kepiro hélt því fram að hann hefði aldrei gerst sekur um morð. Hann hefði verið eina manneskjan sem neitað hefði að framfylgja skipunum um notkun skotvopna. Þá segist hann hafa bjargað lífi fimm manns þegar hann greip inn í aðgerðir hermanns sem var í þann mund að fara að aflífa þau.

Rökstuðningur dómara verður lesinn upp á tveimur dögum, í dag og á morgun, en það er gert í ljósi þess hve veikburða sakborningurinn er. Að sögn AP fréttastofunnar fögnuðu margir gestir í réttarsal þegar úrskurðurinn var lesinn upp.

Að minnsta kosti 1.200 gyðingar, Serbar og Róma-fólk voru myrt í þriggja daga fjöldamorði Ungverja í serbnesku borginni Novi Sad árið 1942.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×