Enski boltinn

Houllier ætlar að hlusta á læknana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Franski stjórinn Gerard Houllier hefur tekið þá skynsömu ákvörðun að fara ekki aftur út í þjálfun nema með fullu samþykki lækna.

Hinn 63 ára gamli Houllier varð að hætta hjá Aston Villa á síðustu leiktíð vegna hjartavandamála en hann hefur lengi glímt við slík veikindi.

"Fótboltinn er mitt súrefni og mig langar að taka þátt. Ég mun aftur á móti hlýða fyrirmælum lækna og þeir vilja ekki að ég fari aftur að þjálfa eins og staðan er núna," sagði Houllier.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×