Enski boltinn

Torres ætlar að sanna sig hjá Chelsea í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Chelsea bíður spenntur eftir komandi tímabili en hann er staðráðinn í að sanna sig hjá félaginu eftir slaka frammistöðu síðasta vetur.

Torres skoraði aðeins eitt mark í átján leikjum fyrir Chelsea sem hlaut engin verðlaun.

"Þetta voru erfiðir fjórir mánuðir en nú er ég búinn að koma mér vel fyrir og líður vel," sagði Torres.

"Þetta er ný byrjun fyrir mig. Ég er í betra formi og líður vel eftir fyrsta almennilega fríið mitt í fimm ár. Ég get ekki beðið eftir að byrja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×