Enski boltinn

Wenger vill binda enda á framhaldssöguna um Fabregas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, virðist vera álíka þreyttur á sögusögnum um framtíð Cesc Fabregas og allir aðrir. Hann vill binda enda á þær fyrr frekar en síðar.

Annað sumarið í röð er um fátt annað talað en Fabregas og Barcelona en leikmaðurinn sjálfur vill komast heim en hann er alinn upp í Barcelona.

"Þessu þarf að linna á einhverjum tíma. Ég vona að við getum lokað þessu máli á jákvæðan hátt fyrir okkur fljótlega," sagði Wenger.

"Við þurfum að koma ró á leikmannahópinn og byrja að undirbúa okkur af krafti fyrir deildina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×