Enski boltinn

Man. City nær samkomulagi við Corinthians

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur staðfest að félagið sé búið að ná samkomulagi við Corinthians um sölu á Carlos Tevez.

City var áður búið að hafna 40 milljón punda tilboði í leikmanninn en Corinthians hefur augljóslega komið til baka með betra tilboð.

"Samkomulag er í höfn en Carlos er samt enn leikmaður City," sagði Mancini.

Tevez hefur reynt að komast frá City í talsverðan tíma og nú lítur út fyrir að hann sé að fá ósk sína uppfyllta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×