Erlent

Lögreglustjóri Lundúna segir af sér

Sir Paul Stephenson, lögreglustjóri Lundúnaborgar hefur sagt af sér vegna tengsla sinna við fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch. 

Stephenson hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ráðið Neil Wallis sem aðstoðarmann en Wallis er einn af fyrrum yfirmönnum News of the World og hefur verið yfirheyrður af lögreglunni vegna hlerunarhneykslisins.

Stephenson sagði af sér eftir að hafa rætt málið við Boris Johnson borgarstjóra Lundúna að því er segir í frétt á BBC um málið. 

Í tilkynningu segir Stephenson að hann hafi ekki átt annara kosta völ en víkja úr sessi.  Ef hann sæti áfram myndi það draga úr trúverðugleika lögreglurannsóknar á ólöglegum símhlerunum blaðamanna News of the World.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×