Enski boltinn

Crouch gæti farið til QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
verða Crouch og Heiðar samherjar á næstu leiktíð?
verða Crouch og Heiðar samherjar á næstu leiktíð? Mynd. AFP
Enski framherjinn Peter Crouch, leikmaður Tottenham Hotspurs, gæti verið á leiðinni til Queens Park Rangers, en frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum í dag.

QPR hefur fengið leyfi frá Tottenham að hefja viðræður við leikmanninn. Íslendingurinn Heiðar Helguson er leikmaður QPR og myndi Crouch veita honum samkeppni í framlínunni. 

 

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar sér að styrkja liðið fyrir komandi átök en nausynlegt er fyrir hann að minnka launakostnað liðsins og því mun Peter Crouch að öllum líkindum fara frá félaginu.

QPR komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, en félagið ætlar að styrkja leikmannahópinn til að vera samkeppnishæfir á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×