Erlent

Brooks handtekin vegna símhleranamálsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rebekah Brooks ásamt fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch. Mynd/ afp.
Rebekah Brooks ásamt fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch. Mynd/ afp.
Rebekah Brooks, fyrrum stjórnandi hjá News International í Bretlandi, hefur verið handtekin í tengslum við símhleranamálin sem hafa skekið breskt samfélag að undanförnu. Brooks var handtekin eftir skýrslutökur á lögreglustöð í Lundúnum og er hún í gæsluvarðhaldi. Fram kemur á fréttavef BBC að þetta er tíunda handtakan í tengslum við ásakanir á hendur dagblaðinu News of the World um símhleranir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×