Enski boltinn

Arsenal í þann mund að sigra kapphlaupið um Lukaku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lukaku í leik með Anderlecht.
Lukaku í leik með Anderlecht. Mynd. / AFP
Enski úrvalsdeildarklúbburinn, Arsenal, eiga hafa lagt fram 14 milljóna punda tilboð í undrabarnið, Romelu Lukaku, frá Anderlecht, en erkifjendurnir í Chelsea hafa einnig verið á höttunum eftir leikmanninum.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun vera bjartsýnn með að hafa sannfært þennan 18 ára leikmann um að koma til liðs við félagið.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Christophe Henrotay, umboðsmaður leikmannsins, hafa hitt forráðarmenn Arsenal í gær og þar hafi samningar náðst.

Romelu Lukaku hefur skorað 31 mark í 71 leik  fyrir Anderlecht og einnig hefur hann leikið níu landsleiki fyrir Belga.

Arsenal hefur ekki enn lokið við söluna á Cesc Fabregas til Barcelona, en hún mun líklega ganga í gegn í næstu viku. Arsene Wenger ætlar sér að styrkja liðið eftir brothvarfs Fabregas til Barcelona og Gael Clichy til Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×