Enski boltinn

Eiginkona Jovanovic vill að hann fari til Anderlecht

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jovanovic í leik með Liverpool.
Jovanovic í leik með Liverpool. Mynd. / AFP
Milan Jovanovic, leikmaður Liverpool, segir í breskum fjölmiðlum að hann hafi fengið skýr skilaboð frá eiginkonunni, en hún vill að hann fari til Anderlecht.

Ástæðan ku vera að henni líkar sérstaklega vel við borgina Brussel og hefur tekið fram fyrir hendur Serbans.

Jovanovic viðurkenndi það við fjölmiðla að leikmaðurinn hafi fundað með forráðamönnum Anderlecht í Qatar á dögunum og þar var möguleg tilkoma Jovanovic rædd, en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Liverpool frá því að hann gekk til liðs við liðið síðasta sumar.

„Konan mín gjörsamlega elskar Brussel og það hefur klárlega áhrifa á ákvörðun mína. Það er vænlegur kostur að fara aftur til Belgíu," sagði Jovanovic, en hann kom til Liverpool frá belgíska liðinu Standard Liege.

„Eftir fund minn við forráðamenn Anderlecht er ég orðin virkilega áhugasamur, en þeir sjá mig sem mikilvægan leikmann og í framtíðaráformum liðsins".

„Ég hef nokkra möguleika og eins og staðan er núna þá hlusta ég á öll tilboð".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×