Enski boltinn

Ferguson: Verður erfitt að velja framherja á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ferguson er nú staddur með liði sínu í Bandaríkjunum.
Ferguson er nú staddur með liði sínu í Bandaríkjunum. Mynd. / AFP
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur viðurkennt að það verðir erfitt að gefa öllum framherjum liðsins nægilega langan tíma á næsta keppnistímabili, en bæði Federico Macheda og Danny Welbeck eru komnir til baka frá láni.

Auk þeirra eru þeir Michael Owen, Javier Hernandez, Dimitar Berbatov og Wayne Rooney enn hjá liðinu og því hefur Ferguson marga valkosti.

Það kæmi því ekki á óvart ef leikmenn liðsins færu aftur frá félaginu á láni eða jafnvel Dimitar Berbatov yrði seldur frá félaginu eins og sumar sögusagnir benda til.

„Hernandez var frábær á síðasta tímabili og ég átti erfitt með að taka hann úr liðinu, því reyndist það erfitt fyrir aðra leikmenn að komast að,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Ég hef úr sex framherjum að velja sem er alls ekkert slæmt, stundum er það bara erfitt“.

„Macheda stóð sig virkilega vel í síðasta leik og sýndi heimsklassa takta, hann er sérstakur leikmaður og aðeins 19 ára“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×