Enski boltinn

Liverpool sigraði úrvalslið Malasíu - Charlie Adam skoraði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Charlie Adam fagnar hér marki sínu ásamt Joe Cole.
Charlie Adam fagnar hér marki sínu ásamt Joe Cole. Mynd. / AFP
Enska knattspyrnuliðið, Liverpool, bar sigur úr býtum gegn  úrvalsliði  Malasíu, 6-3, í leik sem var settur upp sem einskonar sýning í Kuala Lumpur.

Charlie Adam skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og jafnframt sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, en staðan var 1-1 í hálfleik.

Enska liðið hrökk í gang í þeim síðari og skoruðu fimm mörk. David Ngog skoraði tvö, Maxi

Rodríguez náði einnig að setja boltann í netið tvívegis og að lokum náði Dirk Kuyt að setja síðasta naglann í kistuna í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×